Banoffee Pie

Mig hefur dreymt um svona böku síðan ég fékk að smakka hjá Guðnýju í London fyrir 2 árum.

Það sem hefur stoppað mig í að gera þetta pie er það að í hana þarf maður sæta niðursoðna mjólk en hún er nú fáanleg á fleiri stöðum en fyrir 2 árum. Þetta er s.s condenesed milk og hún fæst í flestum asískum búðum og líklega Hagkaup.
Ég nota nú yfirleitt auðveldlega aðgengileg hráefni en geri hér undantekningu, því það er alveg þess virði að fara sérferð í asíska búð til þess að nálgast svona dós.
Hún lítur sirka svona út:


Í bökunni er:

300gr hafrakex eða Digestive - Ég notaði 50/50 af Hobnobs og Digestive
60gr brætt smjör
1 dós af niðursoðinni sætri mjólk
4 bananar
400ml rjómi
rifið súkkulaði sem skraut

Ekki eru þetta nú mörg innihaldsefni eða flókin aðferð en tíma tekur hún.
Við byrjum á því að saxa kexið í spað í matvinnsluvél og bræða smjör.
Hitum svo ofninn í 180°C.


Setjum brædda smjörið út í kexið og mixum saman.

Í 24cm smelluform setti ég bökunarpappír í botninn og smellti svo fyrir. Hellti kexinu í og þrýsti því svo vel ofan í og upp á hliðarnar.


Svo inn í ofn í svona 10-12 mínútur, kælum svo botninn þegar tíminn er liðinn.

Nú kemur að því tímafreka, að sjóða mjólkina.
Við tökum miðann af dósinni og setjum hana í pott með frekar miklu vatni, látum allavega fljóta yfir dósina sé það hægt.
Fáum upp suðu og sjóðum dósina í einn og hálfan til 2 klukkutíma. Já, þarna erum við s.s að búa til karamellu.
Mikilvægt er að dósin sé óopnuð þegar hún er soðin. Þegar mjólkin/karamellan er tilbúin, tökum við dósina upp úr. Ég notaði bara fiskispaða til þess að veiða hana uppúr og setti hana í vaskinn.
Annað mikilvægt er að hella strax karamellunni yfir botninn, ég opna hana í vaskinum því það gæti spýst smá karamella úr dósinni, það myndast smá þrýstingur í henni nefnilega. Nota ofnhanska!

Allavega, þá hellir maður karamellunni yfir botninn og kælir svo í klukkutíma.


Þegar þetta var orðið kalt og fínt þá sneiddi ég fjóra meðalstóra banana og setti yfir karamelluna, ef þið eruð mjög mikið fyrir banana þá mega þeir örugglega vera 5.


Svo þeytum við rjómann og dreifum honum vel yfir:



Svo er rosa fínt að raspa smá suðusúkkulaði yfir rjómann. Þetta er svooo gott!!

Og svona lítur þetta út sem sneið. Mjög góð sneið. Sneiðar...

Ummæli

  1. Ohhh, hvað þetta var guðdómlega gott!

    SvaraEyða
  2. Þetta er æðislegt blogg hjá þér Valla! Og mjög girnilegt pie!

    SvaraEyða
  3. váááááá hvað mig langar að gúffa þessari í mig ;) meistari Valla ;))

    SvaraEyða
  4. mmmmm....þessi er svakaleg, tímafrek en alveg klárlega þess virði! :)

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur