Bráðhollt túnfiskpasta

Ég ætla að byrja á því að skella inn uppskrift af einfaldasta, hollasta og besta túnfiskpasta sem ég hef smakkað.
Upphaflega uppskriftin kemur frá Kristínu Helgu en ég aðlagaði hana aðeins að mínum smekk, eitthvað sem ég geri mjög oft með uppskriftir sem ég prófa.


Ekki beint girnilegasta myndin en þetta er svo guðdómlega gott að maður varla trúir því hvað þetta er einfalt og ódýrt.

Í þetta pasta fer:

Ólífuolía
4 hvítlauksrif
1 dós hakkaðir tómatar
1 lítil dós tómatkraftur
2 dósir túnfiskur í vatni
2 tsk oregano
2 tsk steinselja
salt og mikill svartur pipar
svartar ólífur eftir smekk
Heilhveitipasta
Parmesan ostur (bara svona ef hann er til, ekki rjúka út í búð og kaupa hann)

Setjið vatn í pott (fyrir pastað) saltið og setjið á fullt.

Pastað sýður!

Raspið hvítlaukinn á járni eða saxið smátt og mýkið hann í smá ólífuolíu. Setjið hökkuðu tómatana út í og látið malla í ca 5 mín. Bætið túnfisk, kryddum, salti og pipar út í ásamt ólífunum ef þið notið þær.
Takið til parmesan ostinn (ég er svakalegur ostafíkill og á yfirleitt amk 8 ostategundir inn í ísskáp, þar á meðal parmesan!)

Parmesaninn bíður spenntur...

Geymið á lágum hita á meðan pastað sýður.
Setjið pasta á djúpan disk, verið örlát á túnfiskkássuna út á. Raspið vel af parmesan yfir og örlítið af steinselju ofan á er voðalega fallegt.

Það má vera að ég hafi laumað aðeins meiri osti yfir þegar myndavélin var ekki nærri... úbbs! ;)




Ummæli

  1. váááá hvað þetta er sjúklega girnilegt Valla mín, ætla pottþétt að prófa þennan ;)

    SvaraEyða
  2. æði :) Hlakka til að gera þetta !!!

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur