Kartöfluklattar - Hash Browns

Þetta er eitt það einfaldasta og ódýrasta sem hægt er að gera. Og alveg sjúklega gott!

400gr kartöflur
1/2 laukur (má jafnvel sleppa)
salt og pipar
1/4 bolli hveiti
1 egg

Afhýðið kartöflurnar og rífið niður á rifjárni, setjið allt saman í skál og blandið saman.


Hitið olíu á pönnu og setjið á pönnuna eins og lummur.


Steikið við miðlungshita í ca.5 mín á hvorri hlið, eða þangað til þeir hafa brúnast vel og eru eldaðir í miðju.


Þetta er hið fínasta meðlæti og passar með mörgu, fínt fyrir svona kartöflusjúka eins og mig. (Elska allt sem inniheldur kartöflur!)

Ummæli

Vinsælar færslur