Ofnbakaður "ítalskur" kjúklingur með bökuðum kartöflum og grænmetissósu

Ég er mjög hrifin af heilum kjúklingum, það er miklu ódýrara að kaupa kjúkling heilan og þeir eru ekki sykur og vatnssprautaðir eins og bringurnar.
Ég er mikið í að ofnbaka þá eða sjóða og rífa niður í ofnrétti ofl. og það er svooo auðvelt að henda kjúkling í ofninn og gleyma honum þar í einnoghálfan. Svo ég tali nú ekki um ef maður skellir kartöflum og rótargrænmeti með í fatið. Getur ekki orðið einfaldara.

Nú þessa dagana er ég að nýta frystinn eins og ég get og það sem ég á í skápunum. Oft getur orðið dýrindis máltíð úr því eins og sannaðist í kvöld. Ótrúlegt hvað hægt er að gera. Er líka svolítið eins og safnari, það er matur í öllum skápum og frystirinn fullur af allskonar gúmmelaði svo það er virkilega um auðugan garð að gresja.

Ég er svo heppin að eiga pínulitla Kenwood matvinnsluvél sem ég gersamlega elska. Elska svona nýtt eldhúsdót. Þið sem eigið ekki svoleiðis getið vel notað venjulega matvinnsluvél eða töfrasprota í verkið.


Allavega, ég tók kjúkling úr frystinum í gær og vissi ekkert hvað ég átti að gera við hann.

Endaði á þessu:

1/2 dl ólífuolía
8 sólþurrkaðir tómatar úr krukku
8 hvítlauksrif
1 1/2 tsk salt
Mikið af nýmöluðum pipar
safi úr 1/2 sítrónu

6 stórar kartöflur.

Þetta fór allt í matvinnsluvélina á milljón og smurt yfir kjúklinginn sem ég var búin að setja í svarta ofnpottinn (annað eldhúsdót sem ég hef tekið ástfóstri við)

Jömmííí!


Ofan í pottinn fóru svo 6 stórar kartöflur. Inní 185°C heitan ofn í 1 og hálfan tíma.

Unaðslegt!

Jæja, ég var komin með kjúkling og kartöflur en vantar ekki sósu? Ég leit í ísskápinn og rakst þar á ýmislegt, þar á meðal rjómaost, græna papriku, lauk og svolítið eitt slappa tómata.
Hvernig gerir maður sósu úr því?

Jú sko... í sósuna notaði ég:

1/2 græna papriku
1/2 lauk
3 tómata án kjarna
1 lítil dós tómatpúrra
3 msk rjómaost
1/2 kjúklingatening
1/2 grænmetistening
smá salt, mikinn svartan pipar
örlítið af chili dufti og ca. msk af þurrkaðri steinselju.

Í litlu sætu matvinnsluvélina fóru tómatarnir, paprikan og laukurinn, ásamt tómatmaukinu og hakkað í spað.
Ég hellti þeirri blöndu í lítinn pott og hitaði að suðu, lét malla í smástund og bætti teningunum út í, rjómaostinum og kryddinu og lét malla aðeins lengur.
Ég mæli með því að smakka svona til, ef fólki finnst saltmagnið vera fínt eftir teningana, verið þá ekkert að salta meira. Eins með chili piparinn. Chili duft getur verið missterkt eftir tegundum og ég er því ekkert að skrifa niður nákvæmt magn. Nokkur korn geta verið alveg feykinóg.


Svona varð sósan falleg

Með þessu var ég með salat (er oftast með salat með mat, auðvitað bara samt þegar við á) með brauðteningum, fetaosti og Ceasar sósu. Ég eeeeelska þessa sósu og myndi borða meira af henni ef hún væri ekki svona innilega óholl. En ég leyfi mér að fá mér smá, ég bara verð sko!

Þetta er sósan góða:Nú var kjúklingurinn tilbúinn og leit svona girnilega út:


Og á diskinn minn komið (að ég skyldi hafa getað beðið með að "dig in" og farið að taka myndir, uss!!)


P.s Takið eftir parmesan ostinum sem ég reif vel af yfir kjúklinginn og sósuna. Fullkomnun!

Ummæli

  1. Váááá hvað ég ætla prófa þessa uppskrift ;)) þú ert yndisleg mín kæra

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur