Piparostabrauðið!

Þetta er ekki of gott til þess að vera satt. Það er í alvöru til leið til þess að bæta piparosti út í enn eina matartegundina. Gott að vera Íslendingur!
Mhm, ég fattaði að setja það í brauð og þetta er bara damn gott brauð!

Svo er eitt. Ég nota pressuger og í sannleika sagt er alveg þess virði að reyna að nálgast það fyrir þá sem finnst það vera vesen. Brauðið hefast mikið betur og gerbragðið ekki eins afgerandi. Og fyrir ykkur sem mynduð vilja getað bakað brauð sem líkjast mest þeim sem hægt er að kaupa í bakaríum þá er pressuger og hefun í ofninum lykillinn.
Sjáum nú til...

Sko í brauðið fer:

9 dl hveiti - geyma einn fyrir hnoðið
45gr pressuger
2 tsk salt
4 dl mjólk
2 msk olía
70gr gratínostur
1/3 - 1/2 piparostur rifinn
Egg - Maldon salt & Nýmalaður pipar - Steinselja

Setjið allt hráefnið í þessari röð í hrærivélaskál og notið hnoðarann, hnoðið deigið vel í hrærivélinni, brauðið verður mikið betra þegar deigið er vel hnoðað.
Allavega, þegar þetta er komið, setjið þá rakt viskustykki yfir skálina og setjið á volgan stað. Ég set skálina á ofn í borðstofunni sem er svona ylvolgur, hefast fínt þar.
Fyrsta hefun er klukkutími.

Fyrir:


Eftir:


Þegar þessi klukkutími er liðinn, sláum við deigið niður, hnoðum upp í það smá hveiti ef þarf. Því næst mótum við bollur (ég hafði þær sextán) og setjum saman á þann hátt sem okkur sýnist. Mikilvægt að hafa bökunarpappír undir.


Þegar búið er að raða bollunum á plötuna, pensla ég hrærðu eggi yfir og strái maldon salti, pipar og smá steinselju yfir.
Mér finnst mikilvægt að setja vel af eggi, mikilvægt að það sé mikill raki yfir deiginu í annari hefun.
Stillið ofninn á 40-50°c og setjið plötuna inn, hefið í svona 20-30 mín.

Svona lítur þessi unaðslega dásemd kolvetnafíkilsins út eftir hefun #2.

Þegar annari hefun er lokið, tökum við plötuna útúr ofninum og stillum hitann á 200°C.
Þegar hann hefur náð þeim hita, setjum við plötuna aftur inn og bökum brauðið í ca 15 mín. Fer eftir ofnum þó, fylgist bara vel með.
Það á að líta einhvernveginn svona út:

Er þetta ekki fullkomið?

Ég verð að setja inn eina mynd í viðbót. Þetta er svooo girnilegt!

Hverjum gæti dottið í hug að það væri hægt að gera svona fallegt brauð heima sjá sér?


Og ein í viðbót *roðn*. Bara svona til þess að sýna inní:



Það væri eflaust mjööög gott að strá rifnum osti yfir en ég ákvað að láta staðar numið við kryddið.
Bless. Ég er farin að fá mér brauð.

Ummæli

  1. Guð minn góður, hvað ertu að reyna að gera bragðlaukunum mínum! Sleeeeeeeef!

    Kv. Salvör.

    SvaraEyða
  2. Sæll....þetta eru svaka bollur, þegar þær komu úr ofninum ætlaði ég bara ekki að trúa því að ég hafi bakað þetta sjálf...og ekkert smá flottar leiðbeiningar, þú ert snillingur Valla mín :D

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur