Pönnufiskur með kúrbít og karrý

Á mánudögum reyni ég að hafa fisk, tekst nú ekkert alltaf en ég reyni.

Þessi réttur er voðalega einfaldur og hollur. Gæti svosem alveg verið hollari þar sem ég bar hvít hrísgrjón með og piparostabrauð. Já, ég sver það. Það brauð fær sér færslu takk.

Í þessum rétti eru eftirfarandi hráefni:

1 geiralaus hvítlaukur
1/2 laukur
1/2 stór kúrbítur eða einn lítill
1/2 stór græn paprika
1 lítil dós kotasæla
1 msk karrý
500gr ýsa eða annar hvítur fiskur
salt og pipar eftir smekk
dill & eitthvað gott fiskikrydd

Byrjum á því að saxa laukana og mýkja í olíu á pönnu, paprikuna og kúrbítinn sker ég í bita og set út á pönnuna á eftir lauknum. Strái karrýi og salti og pipar yfir grænmetið og skúbba kotasælunni út á pönnuna. Læt ostinn bráðna í kotasælunni og þetta lítur þá einhvern veginn svona út:

Fallegt!

Ofan á þetta fer ýsan í bitum. Strái yfir hana meiri pipar, fiskikryddi og dilli. Loka svo pönnunni og læt malla í svona 10 mínútur.

Þessar elskur komnar út á pönnuna...


Eins og áður sagði, hafði ég hrísgrjón, salat og piparostabrauð með. Gúrmei!

Ég nenni ekki skrautmat, ég vil fullt af mat á diskinn minn!

Ummæli

Vinsælar færslur