Skúffukaka með sykurpúðum og súkkulaðisósuHver stenst svona elskur??

Já viti menn, hingað munu læðast kökuuppskriftir.
Og alveg þannig uppskriftir að maður verður smá feitur bara af því að lesa þær og skoða myndir.
En það er allt í lagi, það má alveg og alveg sérstaklega á sunnudögum sem þessum.

Þetta er tilbrigði við mína mjög svo frægu skúffuköku, því þarf alltaf að setja glassúr og kókosmjöl ofan á skúffukökur?
Nei, ég mótmæli og þakti þessa í litlum sykurpúðum og hellti súkkulaðisósu yfir herlegheitin.
Útkoman: Ótrúlega mjúk súkkulaðikaka sem ég vona að verði aldrei búin.
Aldrei.

Here it is:

2 bollar hveiti
1 1/2 b. sykur
1/2 b. kakó
2 tsk matarsódi
1 tsk salt
1 tsk lyftiduft
1 tsk borðedik (má sleppa)
2 stór egg
1 b. súrmjólk eða AB mjólk
3/4 b. matarolía (alls ekki ólífuolía)
2 tsk vanilludropar
1 b. sjóðandi vatn.

Litlir sykurpúðar eða venjulegir skornir í tvennt.

Sósan:

100gr. Smjör
3msk kakó
300gr flórsykur
1 tsk vanilludropar
Smá sletta af mjólk (sko ég er svakalegur slumpari, en áferðin á að vera eins og glassúr, jafnvel örlítið þynnri)

Kakan:
Öllu nema vatninu skellt í skál og hrært aðeins saman, svo er vatnið sett við og klárað að hræra í dásamlegt deig. Mikilvægt svo eggin sjóði ekki með heita vatninu.
Bakið í miðjum ofni við 160°c í 30-40mín. Fer eftir ofnum ath það! Notið prjón til þess að athuga með kökuna þegar svona 25 mín eru liðnar af tímanum.
Takið kökuna út og tekið hana með litlum sykurpúðum, það verður að vera smá bil á milli samt því þeir þenjast út þegar þeir eru hitaðir. Ef þið funduð ekki litla sykurpúða í búðinni (keypti mína í Kosti) þá getið þið tekið bara venjulega, skorið þá í tvennt og raðað þeim á kökuna með sárið niður. Passið að hafa nokkurra millimetra bil á milli!
Setjið kökuna aftur í ofninn og bakið púðana í ca. 5 mín en fylgist vel með, þeir mega bara verða rétt svo smá gylltir, ekki meira.

Aðferð við sósuna:
Setjið smjörið í lítinn pott og bræðið við vægan hita, hrærið kakói, flórsykri og vanilludropum út í og þynnið með mjólk. Pískið vel.

Hellið yfir sykurpúðana í mjórri bunu, kakan mun svo drekka sósuna í sig og verða ótrúlega djúsí og mjúk fyrir vikið.

Ohh...

Ein mynd í viðbót:

Ummæli

 1. óóóóóóó mæææ hvað þetta er girnilegt ;)

  SvaraEyða
 2. Hef fengið að bragða á þessari, hún er syndsamlega góð!

  SvaraEyða
 3. Ætlaði að prófa þessa, ein spurning á að setja kremið á heita kökuna eða kalda? Er kakan líka góð daginn eftir eða er best að borða hana samdægurs? ;) Kv. Rakel ;)

  SvaraEyða
 4. Sæl Rakel, það er best að setja kremið/sósuna á hana þegar hún kemur úr ofninum. Hún er auðvitað geggjuð samdægurs en hún er líka mjög góð daginn eftir, sykurpúðarnir haldast vel mjúkir. Verða s.s aldrei eins og þeir eru óbakaðir :)
  Verði þér að góðu!

  SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur