Unaðslegur hafragrautur


Já þetta eru tvö orð sem sjást sjaldan saman en æ oftar nú orðið, en hafragrautur er án efa hollasti og ódýrasti morgunmatur sem hægt er að fá.
Og ekki er maður mikið lengur að skella í pott en að klóra sér í pungnum og hella kókópöffsi í skál.

Þennan er ég farin að gera æ oftar því hann er bæði bragðgóður og enn hollari en venjulegur.

Látum okkur sjá, í pottinn fer:

1 dl grófir hafrar (grænn Ota)
2 dl vatn
smá salt
dass af frosnum bláberjum
1/3 grænt epli
ca. 20 rúsínur
1 tsk kanill
smá sletta af sykurlausu vanillusýrópi
Léttmjólk eftir smekk

Set allt í pott og hræri varlega saman, viljum ekki kremja bláberin. Þegar grauturinn er farinn að malla, lækka ég hitann og hræri enn varlega í. Læt hann sjóða við mjög vægan hita í svona 10 mín. Finnst gott að mýkja rúsínurnar og eplin vel.
Hérna myndi líka eiga vel við að setja smá hveitikím saman við, geri það næst!

Örugglega líka geðveikt að setja jarðarber.. hindber.. perur.. saxaðar möndlur.. eða... já, mmmh, svo margt í boði!

Ummæli

Vinsælar færslur