Ég er ekkert hætt sko! Grænmetis-vetrarsúpa

Jiiii, fattaði að það er bara kominn meira en mánuður síðan ég bloggaði nokkuð!

Febrúar fór s.s í að gera lítið spennandi í eldhúsinu. Eða réttara sagt, dót sem ég nennti ekki að taka myndir af og fannst því ekki taka því að pósta hingað inn.
Ég skírði líka stelpuna mína og er nú reyndar að hugsa um að pósta nokkrum tertuuppskriftum.

Ég hef hingað til mest verið að setja inn færslur af uppskriftum sem ég hef sjálf gert og aðlagað og sleppt hinu en hugsa að ég fari að setja meira inn blöndu af eigin og annara.

Í tilefni vetrar þá ætla ég að setja inn uppskrift af súpu, þetta er svona "taka til í ísskápnum súpa" og er því innihaldið ekkert heilagt. Ég geri stóran pott og borða hana í 2 daga og frysti rest í minni ílátum, ef það verður eitthvað eftir þ.e.a.s.

Here it goes:

2 meðalstórir laukar
10 sveppir
1 græn paprika
1 rauð paprika
6 gulrætur
hálf meðalstór sæt kartafla
6 meðalstórar kartöflur
1/2 kúrbítur
sellerístilkur
8 hvítlauksrif
1 dós hakkaðir tómatar
1 lítil dós tómatpúrra
1 ferna tómat passata (tómatsafi, fæst í bónus m.a.)
1 grænmetisteningur
2 kjúklingateningar
vatn
Krydd - Oregano, timian, paprika, smá chili, svartur pipar, smá salt.

Flysja það grænmeti sem við á og sker í ca munnbita stóra bita. Set ólífuolíu í stóran pott, set allt grænmetið út í þegar hún er farin að hitna. Steiki grænmetið í nokkrar mínútur og helli því næst vatninu (læt fljóta vel yfir grænmetið, magn fer eftir potti í rauninni), tómötum, krafti og passata út í pottinn.
Læt suðu koma upp og krydda þá súpuna, þið getið notað þau krydd sem ykkur finnst eiga við hverju sinni og hvaða grænmeti er í pottinum. Ég set yfirleitt nóg og vil að hún rífi pínu í án þess að vera endilega sterk.
Finnst best að leyfa súpunni að malla á lágum hita í ca klst. Þegar hún er tilbúin, tek ég fram töfrasprotann og mauka aðeins súpuna en passa samt að það séu nóg af grænmetisbitum eftir.
Við þetta þykkist hún aðeins og fær fallegri áferð.
Ég endurtek að grænmetismagnið eða tegundir eru ekkert heilagar, um að gera að nota það sem til er og nýta.

Þetta er bara ein besta grænmetissúpa sem til er og er sívinsæl á mínu heimili.

Ummæli

Vinsælar færslur