Teriyaki lax með sesam, salati og kartöflubátum


Uh já, vegna nokkurra áskorana verð ég að setja inn þessa sára einföldu uppskrift. (Ég stal þessari mynd þar sem ég ætlaði ekkert að taka myndir og setja inn færslu...)

Þetta er svona letimatur, sérstaklega af því að ég ætlaði að hafa brún hrísgrjón með en nennti því ekki, ákvað þess í stað að gleyma kartöflum í ofninum.

Var með ofsalega fallegan lax sem ég keypti í Til sjávar og sveita, sjaldan séð eins fallegan eldislax.. Allavega þá penslaði ég smá olíu í eldfast mót. Lagði laxinn (magn eftir smekk og fjölda manns) í mótið með roðið niður. Setti ansi vel af Teriyaki sósu yfir (notaði einhverja ágætis sósu sem ég fékk í Bónus, skiptir örugglega litlu máli hvaðan hún er, hef líka búið til sjálf Teriyaki sósu og það er lítið mál)
Dreifði þar yfir sesamfræjum, magn óráðið en líklega svona tæpur hálfur dl.
Lét þetta marinerast í svona 30 mín.

Skar svo fullt af kartöflum í báta, setti á bökunarpappír, juðaði smá olíu yfir og svo salt og pipar. Inn í ofn á 190°c.

Þegar kartöflurnar voru búnar að vera í ofninum í ca 10-15 mín þá setti ég laxinn inn.
Nýtti þá tímann í að leggja á borð og gera salat. Salatið einfalt: Romaine og iceberg, rauðlaukur, rauð paprika, agúrka og vel af ristuðum sólblóma og graskersfræjum.

Díng!! 15 mín seinna er maturinn til...

Ummæli

  1. nammi.. þú ert snillingur Valla mín ;)

    SvaraEyða
  2. Þekki þig ekki neitt, googlaði bara Teriyaki (ætlaði að gera salmon) þá bara poppaðir þú upp ,,Teriyaki lax. Heppin ég, ætla að búa þetta til við tækifæri. Takk takk.

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur