Vinningsborgari með heimabökuðum fröllum og engum kokkteil

Ég fékk að smakka hamborgara um daginn. Sem er nú ekkert merkilegt nema fyrir þær sakir að þetta er án efa einn sá besti sem ég hef á ævinni smakkað.
Hann vann keppni Íslandsnauts um besta borgarann (og er vel að þeim titli kominn) og dreymir mig um hann dag og nætur. Eða nokkurnveginn þannig.

Svo er ég búin að vera rosa dugleg í ræktinni, borða voða mikið hollt og gott og hef meira að segja náð þeim merka áfanga að ganga í Stálfélag. Geri aðrir betur! (Fyrir utan hina meðlimi Stálfélagsins auðvitað)
Ég ákvað strax að hafa ekki nammidag heldur fá mér frekar eina "frímáltíð" á viku. Ég er nefnilega ein af ekki svo fáum sem nammidagur gildir frá föstudagskvöldi og fram á sunnudagskvöld. Það eru heil 3 kvöld og 2 dagar. En ekki 1 nammidagur! Obbossí...

Ég ákvað í vikunni að búa mér til þennan gúrmei gúrmei borgara. Ætlaði auðvitað að grilla hann en ef það væri ekki Ofsaveðursstormur 70m.sek með fjúkandi grillum, trampólínum og mótórhjólum þá hefði ég gert það. Notaði bara grillpönnu í staðinn.
Ákvað líka að hafa heimafranskar (hollari og betri), ekkert gos (drekk almennt allavega ekki sykrað gos svo það skipti mig engu) og enginn kokkteill (finnst hún ekki góð).
Einnig finnst mér mjög mikilvægt að kaupa vandað hráefni þegar maður ætlar að gera vel við sig, þetta er enginn subbuborgari nefnilega! Ég er snobbuð þegar kemur að hamborgurum og kaupi þá bara í Kjöthöllinni, langlanglangbestir þar.

Innihald (fyrir 2.)

5 stórar bökunarkartöflur
Smá olía
2 stórir hamborgarar (í þessu tilviki 140gr. og einn 220gr.)
2 stór brauð (verða að vera Kjöthallar, Myllan sökkar í gerð hamborgarabrauða)
Klettasalat
2 (eða 4) sneiðar parmaskinka
1/2 camembert skorinn í þunnar sneiðar
1 geiralaus hvítlaukur saxaður
1/2 rauðlaukur skorinn í þunnar sneiðar
Íslandsnaut Bernessósa
Salt&pipar

Við byrjum á því að skera kartöflurnar í "franskar".

Svona:

Set þær inn í ofn á 200°c. Setti smá olíu á þær en passa að setja bara oggusmá, það er svo mikill vökvi í kartöflunum að ef það er of mikið verða þær bara soggí.

Krydda borgarana vel með pipar og setja smá salt (passa saltmagn kannski þarna, því parmaskinkan er vel sölt sem og bernesinn)


Þeir sem þekkja mig, vita að ég er mikil kjötæta. Þessvegna finnst mér þessi mynd kannski sérstaklega fögur:


Og þetta er hráefnið sem gerir þessa borgara að því sem þeir eru. Hreint unaðslegt!


Mér finnst voða gott að hafa allt þunnt skorið hér, svolítið í anda skinkunnar...


Borgararnir fara á pönnuna, ég vil hafa mína well done.
Þegar það er búið að snúa og stutt í að þeir verði til, setur maður á parmaskinkuna og camembertinn. Í þessu tilviki vorum við gráðug og settum 2 sneiðar af skinkunni. Smá græðgi en djöf.. var það gúrmei! Ath. að ef að þið eruð jafn gráðug og við og notið svona þykka borgara, er mjög mikilvægt að hafa hitann í lægri kantinum því þeir þurfa þá að vera frekar lengi á pönnunni. Ekkert töff við brennda borgara að utan en hráa inní.


Ég er þannig að ég vil ekki hita brauðið í ofninum, finnst ekki gott að hafa "ristaðbrauð" með hamborgara svo ég hita það á pönnu.
Brauðin fara á disk, rosa mikil bernes (eða eftir smekk annars) á hvorn helming. Vel af klettasalati á botninn ásamt miklu af hvítlauk og rauðlauk.


Skellir svo kjötinu ofan á salatið og lokar.

Takið út kartöflurnar (allt í allt eiga þær að vera í ofninum í svona 20 mín. Fer þó eftir ofnum og smekk viðkomandi á kartöflum) Saltið eftir smekk og setjið við hlið borgarans.

Þá er þetta svona:


Og svona...Á eftir að ákveða máltíð fyrir næstu viku en það er fátt sem toppar þessa!
Er frekar eftir mig bara!

Ummæli

Vinsælar færslur