Kryddkaka með leyni hráefni!

Guðminngóður og allir hans lofsyngjandi kökufitubollu englar!

Ég er fundið kökuna. Hina einu sönnu mjúku dásamlegu kryddköku. Fullkomin. Mjúk, flöffí, gott kryddbragð. Ójá.
Ég rakst á þessa uppskrift á matarbloggi sem ég renni stundum yfir. Ég ætla sko ekki að eigna mér þessa uppskrift, dettur það bara ekki til hugar, meira að segja var ég alveg á nippinu með að þora að baka hana.
Ég er alveg fyrir það að prufa skrýtin innihaldsefni í kökur og mat. Æ þið vitið, "Haaaa, er ÞETTA í kökunni/matnum??" en þetta var á nippinu með að vera of furðulegt.
Í kökunni, þessari unaðsmjúku kryddbombu er nefnilega Campells tómatsúpa í dós. Jess, jú hörd mí!
Tómatsúpa!!

Mér leist ekkert á blikuna þegar ég var búin að hræra súpunni út í deigið, fagurbleikt deigið var á jaðri þess að vera of spes.

En ég byrjaði á því að setja saman þurrefninÞví næst fóru þessi blautu og þessi fagurrauða tómatsúpa. Finnst dósin svo falleg!


Hrærði þessu bara frekar varlega saman og setti í fallega sílíkon rósaformið mitt:Eftir ca. 43 mín í mínum ofni (misjafn eftir ofnum), kom þessi fagra kaka út. Maður minn hvað ég elska að taka kökur útúr brennheitum ofninum!


En.. nú var formið ekki minn kærasti kæri vinur og skemmdi kökuna mína! Eitthvað fór smurning greinilega úrskeiðis, en hverju er ekki hægt að redda með glassúr eða kremi? Hah? Síðan hvenær eru krumpukökur verri??Þetta varð auðvitað til þess að ég gat smakkað aðeins á kökunni, múahahahha!!


En svo gerði ég glassúr á kökuna. Ekkert merkilegt og ekki beint eftir uppskrift, svona eins og upprunalega uppskriftin segir til um. Bara dass af smjöri, flórsykri, vanillusykri, smá kanil og mjólk. Þeyta smjör, sykur og kanil saman og þynna með mjólk. Ísí, verí ísí.Hella svo yfir fallegu kökuna:


Svo fallega ljót. Svo dásamlega góð!


P.s Ég gerði kremið í morgun kl 6. Hefði átt að gera það þegar ég var aðeins meira vöknuð, hefði örugglega verið aðeins girnilegra þá. En gott var það!

Upprunalega uppskriftin er hér:
https://docs.google.com/View?id=dc2jd9m8_163hk46h4dz

Ummæli

 1. ég var svo heppin að fá að smakka á þessari og hún er alveg frábær! ég hefði ekki trúað því að súpa gæti nokkurn tíman orðið innihaldslýsing í köku! En einu sinni er allt fyrst.

  mæli með að þeir sem eru hrifnir af kryddkökum láti ekki þessa fram hjá sér fara.

  SvaraEyða
 2. Hmmm... nú er ég alveg ringluð, er það ekki kryddkaka sem maður borðar með smjöri (og osti) - svona eins og brauðsneið?

  SvaraEyða
 3. Ég kalla það kryddbrauð reyndar en þessi smakkast ekkert ósvipað :)
  Er mýkri og meira flöffí + krem = Jömmí! :P

  SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur