Sunnudagsþynnku dekur fyrir eiginmenn


Ég dekra stundum við eiginmanninn, og sérstaklega er það vel þegið á sunnudegi þegar nokkrum bjórum var skolað niður kvöldið áður.

Hér er Sunnudagsbrönsinn (bleiku kökurnar eftirréttur, en þær voru samt meira fyrir mig ;))

Kartöflubátar
Beikon steikt í ofni
Bakaðar baunir
Eggjahræra með Chili, grænni papriku, nóg af sveppum, gratínosti, Herbamare og svörtum pipar
Bratwurst pylsur frá Pylsumeistaranum og nóg af ristuðu brauði.
Appelsínusafi er víst algert möst með þessu en ég læt hann ekki inn fyrir mínar varir.

Já þetta er sko svona sunnudagur!

Ummæli

Vinsælar færslur