Aðventu möffinsÉg er ein af þeim sem á í ástar-haturs sambandi við piparmyntu. Finnst hún ekki passa allstaðar en er mjög hrifin af því að setja piparmyntukrem á súkkulaði kökur. Kannski eitthvað tengt barnæskunni þar sem vinafólk foreldra minna höfðu alltaf slíkar afmæliskökur í afmælum barna sinna og fannst þær alltaf jafn góðar. Eina fjölskyldan sem gerði svoleiðis kökur og þegar ég hugsa um það, þá hef ég ekki fengið slíka köku síðan.

Þessar eru pínu jólalegar, myntuglassúr litaður grænn og silfurkúlur (ætar að sjálfsögðu)
Fyrsti í aðventu á sunnudaginn og ekki úr vegi að starta smá bakstri.

1 pk súkkulaðikökumix (já ég veit, en ég átti það til og langaði að nota það, hinsvegar er mjög gott að nota líka uppskriftina af sykurpúða skúffukökunni hérna af síðunni.
Setti deigið jafnt í 12 köku möffinsbakka og notaði ekki bréf að þessu sinni, spreyjaði formin bara með bökunarspreyi. Bakið í ca 18 mín á 175°c.

Ca 400gr flórsykur
Nýmjólk
1/2 - 1 tsk Piparmyntudropar
1/2 tsk Vanilludropar
Grænn Wilton matarlitur
Rauður Wilton matarlitur
Silfurkúlur til skrauts

Setti flórsykurinn í skál og setti nokkra dropa af mjólk og byrjaði að hræra, magnið af mjólk þarf að vera mjög lítið og setja lítið í einu. Hann á nefnilega að vera mjög þykkur. Setjið vanilludropana saman við og byrjið á hálfri af piparmyntunni, þetta eru frekar sterkir dropar og betra að smakka glassúrinn til. Bætið grænum matarlit út í og hrærið vel. Ég setti agnarögn af rauðum við til að dempa græna litinn. Glassúrinn leit pínu út eins og slý án þess og fannst hann lítið girnilegur þannig ;)
Sikksakkaði einhvernveginn yfir kaldar múffurnar og setti strax silfurkúlurnar yfir.

Mjög svo jólalegar múffur og dásamlegar með Grýlukanil frá Kaffitári :)

Ummæli

  1. like á þetta, þú ert snillingur, elska matarbloggið þitt
    svava o'b

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur