Grísk ættaður ofnfiskur

Vá, er virkilega svona langt síðan ég hef sett eitthvað hingað inn? Maður minn, algerlega til háborinnar skammar! Og ég sem hef gert alveg helling síðan!
Bretta upp ermarnar takk. Set inn kvöldmatinn í kvöld sem reyndist vera hinn ágætasti fiskréttur sem ég "fattaði uppá".

Gleymdi hinsvegar algerlega að taka myndir en þið notið bara ímyndunaraflið í þetta sinn right?

Ca. 600gr beinlaus og roðflett ýsa skorin í bita
Ólífuolía
1 dós niðursoðnir Hunt's tómatar með kryddjurtum
70gr tómatpúrra (eða lítil dós)
1 stór rauðlaukur
3 gulrætur í sneiðum
3-4 hvítlauksgeirar
ca 14 svartar ólífur skornar í sneiðar
Hálf krukka fetaostur í olíu en olían skoluð af að mestu.
Rifinn ostur (má sleppa)
Maldon salt, nýmalaður pipar, oregano, mynta og basilika

Smyrjið ofnfast mót með ólífuolíu og leggið fiskinn í fatið.
Setjið saman í skál, tómatana, púrruna, hvítlaukinn, ólífur og fetaostinn og hrærið saman.
Hellið yfir fiskinn og bætið þar ofan á gulrótum og rauðlauk, hrærið aðeins í.
Kryddið vel og setjið ostinn ofan á.
Bakið í ofni á 180°c í 25 mín, grillið síðustu 5 mínúturnar.

Berið fram með ofnbökuðum timian kartöflum og fersku salati.Ummæli

Vinsælar færslur