Teriyaki nautakjötsréttur







Ég er alveg sérstaklega mikið fyrir allt asískt stir fry, elska hvað þetta er fljótlegt, brakandi grænmeti, bragðgóðar sósur og annað hvort núðlur eða hrísgrjón með.
Oftast nota ég kjúkling en í kvöld var ég með nautakjöt. Og vá, þetta var sérstaklega gott svo ég pósta uppskriftinni að sjálfsögðu.
Hinsvegar, eins og í gær, þá tók ég ekki myndir. Fann reyndar mynd sem líkist útkomunni.

500gr Ungnauta snitsel skorið í strimla
1 tsk Kókosolía
1 gul paprika
Hálfur rauðlaukur skorinn í þunna báta
2 gulrætur í sneiðum
10cm blaðlaukur í sneiðum
Brokkoli - nokkur lítil blóm
3 cm bútur af engifer smátt söxuðu
3 hvítlauksrif söxuð
1 dós baby maís
Hálf flaska Teriyaki sósa frá La Choy
Nokkrir vænir slurkar soja sósa eftir smekk (notaði kikkoman, finnst hún best)

Hitið pönnuna snarpheita og setjið kókosolíuna út á. Snöggsteikið nautakjötið og þegar það er brúnað, bætið þá grænmeti út á pönnuna. Steikið áfram í smástund og bætið þá sósum út á pönnuna.
Passið að steikja ekki réttinn lengi, best er að hafa grænmetið krispí og nautakjötið að sjálfsögðu ekki ofeldað.

Mæli með því að hafa annað hvort hrísgrjón með eða núðlur en ef þið veljið hrísgrjón þá er best að hafa þau alveg tilbúin þegar byrjað er á réttinum. Hann er svo súper fljótlegur!

Ummæli

Vinsælar færslur