Sumarleg sítrónuterta með jarðarberjum


Játningar sítrónusjúklings.
Ég elska allt sem heitir sítrónu eitthvað. Skiptir ekki máli hvað það er, en þessi kaka og lemon curdið hérna neðar er alveg í topp 5 yfir ómótstæðilegt sítrónugúmmelaði!
Hún er rosa fín í 2 22cm smelluform og krem á milli en mér finnst alltaf eitthvað svo girnilegt að borða "skúffukökur" sem eru ekki súkkulaðikökur.
Setti þessa því í venjulegt skúffukökuform (æji svona með loki, fæst á mörgum stöðum).

Í þessa köku þarf eftirfarandi hráefni:

2 bolla hveiti
1/2 tsk salt
3 tsk lyftiduft
1 1/2 bolli sykur
3 lítil egg (eða 2 stór)
1/2 bolli mjólk
1/2 bolli nýkreistur sítrónusafi
1/2 bolli jurtaolía (eða bráðið smjör)
1 1/2 msk rifinn sítrónubörkur (passa að taka ekkert af þessu hvíta með)
Gulur matarlitur ef vill, ég setti smá.

Krem:
100gr mjúkt smjör
250gr flórsykur
2 msk sítrónusafi
1 msk rifinn sítrónubörkur
1 tsk vanilludropar

Sigtið og blandið öllum þurrefnunum saman í stórri skál og í annari minni byrjið þið á að þeyta eggin vel saman, hrærið svo restinni af blautefnum + sítrónuberki saman við eggin. Gerið holu í þurrefnablönduna og blandið varlega saman með sleikju.
Bakið við 175°c í 25 - 30 mínútur, fer eftir ofnum.
Kremið: Blandið öllu saman í skál og þeytið mjög vel. Þið sjáið kremið hvítna eftir því sem þið þeytið lengur, gott að hafa það vel flöffí.
Skreytt eftir smekk með jarðarberjum eða einhverju sumarlegu skrauti.



Ummæli

Vinsælar færslur