Jarðarberja ískrap - Uppáhalds sumardrykkurinn minn!


Þennan drykk gæti ég líklega drukkið alla daga, í öll mál. Hann er ótrúlega ferskur og hollur en umfram allt algert sælgæti. Hann færir auk þess birtu í hjartað á manni á þessum rigningartímum, hann er nefnilega líka svo fallegur á litinn! Sé líka alveg fyrir mér að það sé ekkert verra að setja eitthvað pínu sterkt út í hann á heitu sumarkvöldi, nú eða bara köldu rigningarkvöldi. Hvort sem er, verður maður örlítið hamingjusamur eftir eitt stór glas af þessum. C vítamín, fólinsýra, potassium (gott fyrir blóðþrýstinginn) trefjar ofl. ofl gott fyrir mann í þessu! 

Þú þarft að eiga þokkalegan blandara sem ræður við klaka og/eða frosna ávexti og þá ertu bara good to go.

Til þess að gera um það bil hálfan líter af þessum unaði þarftu eftirfarandi og athugið, magnið er ekkert heilagt, það má smakka til fram og til baka.

2 bollar frosin jarðarber, jafnvel meira
1 epli, afhýtt og í bitum
5+ stór fersk myntublöð
2-3cm bútur af ferskum engifer
2 dl kalt vatn (meira ef þarf)
1 dl sykurlaus eplasvali (má sleppa og setja meira vatn)


Setjið allt saman í blandarann og látið hann vinna vel, endilega smakkið til. Ég vil t.d hafa mikla myntu í mínum svo það má alveg bæta í. 
Skál!

Ummæli

Vinsælar færslur