Súkkulaði og hnetusmjör - Himnesk blanda!





Ójá! Ég er ein af þeim sem elska þessa blöndu. Og ég gerði svo góðan hristing í dag að ég verð bara að deila honum með ykkur.
Mig vantaði eitthvað sætt en samt hollt, tók erfiða æfingu seinnipartinn og því mátti alveg vera smá orka í þessu. Stelpan mín var heima í dag og tók auðvitað sérlega vel í það þegar ég stakk upp á því að gera súkkulaðisjeik! En ekki hvað?

Ég skutlaði í blandarann sirkabát þessu, en athugið að magn er ekki heilagt og það má alveg smakka til. Þessi er alveg ótrúlega saðsamur, gat klárað með herkjum og hann dugði mér vel í þónokkuð marga tíma auk æfingar!

Fullt af klaka, var örugglega með vel rúmlega 1 bolla
1 gulur banani (Ekki grænn, ekki farinn að brúnast. Bara fullkominn)
1/2 slappur brúnn banani (svona fyrir aðeins meiri sætu)
2 tsk gott kakó
1 kúfuð msk hnetusmjör
Möndlu/rísmjólk (Blanda sem fæst í Nettó, alveg hægt að nota undanrennu, léttmjólk eða aðrar tegundir)

Setja allt á skrilljón og setja í töff glas, eða glas með röri. Eða eitthvað. Bara njóta.

Ummæli

Vinsælar færslur