Matarmiklar ítalskar samlokur með kjúklingi, tómötum og Sacla intenso sósu

 


Matarmiklar samlokur eru ekki einungis framúrskarandi gott nesti heldur geta þær líka staðið einar og sér til dæmis sem kvöldverður. Það er fátt betra en nýbakað súrdeigsbrauð sem hefur verið hlaðið góðu og fersku áleggi. Ég nota Sacla pastasósu í þessar samlokur en þó að hún sé kannski fyrst og fremst ætluð með pasta er alls ekki síðra að nota hana sem smyrju á samlokur. Áleggið er alls ekki heilagt en hér lagði ég áherslu á ferska tómata, kjúkling og bragðmikinn ost sem fer einstaklega vel með sósunni.

Innihaldsefni:

2 ciabattabrauð eða stórar súrdeigsbollur

1 stór kjúklingabringa, elduð og skorin í sneiðar

Salt,nýmalaður svartur pipar og hvítlauksduft

1 stór tómatur skorinn í sneiðar

Fersk salatblöð, ég notaði lambhagasalat

Bragðmikill ostur líkt og Ísbúi eða sterkur gouda

Parmesan ostur skorinn í flögur

Sacla intenso pastasósa með sólþurrkuðum tómötum og hvítlauk

 

Aðferð:

 Kryddið kjúklingabringuna með salti, svörtum pipar og hvítlauksdufti eftir smekk og steikið á pönnu þar til hún er elduð í gegn. Hitið brauðin og skerið í tvennt. Smyrjið sósunni á báða helminga og raðið kjúkling á botninn, því næst tómatsneiðum og ostsneiðar þar ofan á. Raðið salatblöðum ofan á ostinn og stráið parmesanflögum yfir salatið. Lokið samlokunni og skerið í tvennt. Berið strax fram.


 

Ummæli

Vinsælar færslur