Ofnbakað grænmetissalat með maríneruðum kjúklingi

 



Þessi réttur er afar einfaldur og best finnst mér að græja hann í airfryer þar sem það tekur svo stuttan tíma og eldunin verður mjög jöfn. Maríneringin á kjúklinginn er algjörlega stórkostleg þó ég segi sjálf frá og kryddin frá Liquid Organic eru fullkomin í maríneringar eins og þessa þar sem þau eru fljótandi og brenna ekki. Ég mæli einnig með því að prófa að grilla maríneraðar bringurnar og bera þær fram með salati. Hér gerði ég rótargrænmetissalat og notaði það sem ég átti til en það er hægt að skipta út og bæta við grænmeti eftir smekk og þetta er fullkominn réttur fyrir ísskápstiltekt og framúrskarandi nesti í vinnuna. Ég mæli með því að setja brokkolíið í ofninn lang síðast þar sem það brennur auðveldlega, ég hélt að ég væri að setja brokkolíið inn nógu seint en ég náði samt að elda það aðeins of mikið!

 

Innihald:

 

Ólífuolía

½ stór sæt kartafla

4 stórar gulrætur

6 meðalstórar kartöflur

1 lítill brokkolíhaus

1 rauð paprika

Salt og nýmalaður svartur pipar

2 stórar kjúklingabringur

 

Marínering á kjúkling:

 

3-4 msk. ólífuolía

1 tsk hvor:

Liquid organic rósmarín

LO hvítlaukur

LO Timían

LO Chili

LO Basilika

1 tsk. Sjávarsalt

Nýmalaður svartur pipar

 

Aðferð:

 

Maríneríng: Setjið allt saman í skál og hrærið, setjið til hliðar.

Skerið kjúklinginn í bita og hellið maríneringunni yfir og látið hvíla í 30 mín. Skerið kartöflur, sætar kartöflur og gulrót í bita. Skerið brokkolí og papriku í bita og setjið í annað ílát en rótargrænmetið.

Airfryer:

Hitið airfryer í 200°C í smástund og setjið rótargrænmetið í skúffuna, hellið smá ólífuolíu yfir og kryddið með smávegis af salti og pipar. Bakið grænmetið í 10 – 14 mín og bætið þá kjúklingnum saman við og látið bakast í 5 mín í viðbót. Bætið þá brokkolíi og papriku saman við og látið bakast í aðrar 5 mín. Berið strax fram.

Bakarofn:

Hitið bakaraofninn í 220°C blástur. Raðið rótargrænmetinu í ofnskúffu og bakið í 25 mín. Raðið þá kjúklingnum ofan á og bakið áfram í 10 mín. Endið á því að setja brokkolí og papriku í ofnskúffuna og bakið áfram í 5-10 mín.







Ummæli

Vinsælar færslur