Velkomin í eldhúsið mitt!

Velkomin Í Eldhúsið Mitt!

laugardagur, 21. maí 2011

Asísk kjúklingaspjót í sesam kryddlegiÉg alveg hreint eeeelska svona grilluð kjúklingaspjót. Gæti borðað grillaðan kjúkling í öll mál!
Þessi kryddlögur er ansi hreint auðveldur og þægilegur og þarf ekki langan tíma að marínera.

Það sem í hann fer er:

1 dl Teriyaki sósa
2 msk góð sojasósa
2 msk hunang
1 tsk sítrónusafi
6 hvítlauksrif
1 msk sesamfræ
1/2 msk þurrkað engifer eða 2 sm bútur af ferskum

3-4 kjúklingabringur skornar á ská eftir því hvernig bringan "liggur".

Í miðlungs stóra skál sem hægt er að loka (eða ekki, matarplast er sniðug uppfinning) eru öll hráefnin í marinerínguna sett. Hvítlaukurinn og engiferið raspað (ef notað er ferskt) út í vökvann og hrært vel.


Skerið kjúklinabringurnar í strimla og setjið út í löginn, látið marínerast í svona 30 - 45 mínútur.


Á meðan er alveg nauðsynlegt að leggja spjótin í bleyti ef þið notið ekki stálspjót. Það kviknar síður í þeim ef það er gert. (Fékk þessi frábæru þykku og flottu spjót í Olís, fást líka í Ellingsen!)


Að þeim tíma loknum, þræðið kjúklinginn upp á spjótin.


Hitið grillið í góðar 15 mín áður en kjúklingurinn er settur á og gangið úr skugga um að grillið sé hreint. Mæli einnig með því að pensla olíu á grindina áður en spjótin eru lögð á. Ef hitamælir er á grillinu þá er gott að það hafi náð ca 200°c hita.

Leggið spjótin á heita grindina og grillið í nokkrar mínútur á hverri hlið. Passið upp á að minnka hitann niður í miðlungs.

Þarna gleymdi ég mér í græðgi og hætti að taka myndir! Svona líta spjótin út köld s.s... (mæli 100% með þeim köldum í nesti daginn eftir. Dásamleg!)Með þessu er hægt að hafa allskonar allskonar en ég var með salat, Veislusalat, rauð vínber, gul paprika, rauðlaukur, agúrka og fetaostur. Smá Ceasar dressing og Teriyaki sósa með. Raspaði yfir salatið helling af parmesan (smá ítalskt - asískt fjúsjón í gangi) og var með hvítlauksbrauð.

mánudagur, 16. maí 2011

Kryddkaka með leyni hráefni!

Guðminngóður og allir hans lofsyngjandi kökufitubollu englar!

Ég er fundið kökuna. Hina einu sönnu mjúku dásamlegu kryddköku. Fullkomin. Mjúk, flöffí, gott kryddbragð. Ójá.
Ég rakst á þessa uppskrift á matarbloggi sem ég renni stundum yfir. Ég ætla sko ekki að eigna mér þessa uppskrift, dettur það bara ekki til hugar, meira að segja var ég alveg á nippinu með að þora að baka hana.
Ég er alveg fyrir það að prufa skrýtin innihaldsefni í kökur og mat. Æ þið vitið, "Haaaa, er ÞETTA í kökunni/matnum??" en þetta var á nippinu með að vera of furðulegt.
Í kökunni, þessari unaðsmjúku kryddbombu er nefnilega Campells tómatsúpa í dós. Jess, jú hörd mí!
Tómatsúpa!!

Mér leist ekkert á blikuna þegar ég var búin að hræra súpunni út í deigið, fagurbleikt deigið var á jaðri þess að vera of spes.

En ég byrjaði á því að setja saman þurrefninÞví næst fóru þessi blautu og þessi fagurrauða tómatsúpa. Finnst dósin svo falleg!


Hrærði þessu bara frekar varlega saman og setti í fallega sílíkon rósaformið mitt:Eftir ca. 43 mín í mínum ofni (misjafn eftir ofnum), kom þessi fagra kaka út. Maður minn hvað ég elska að taka kökur útúr brennheitum ofninum!


En.. nú var formið ekki minn kærasti kæri vinur og skemmdi kökuna mína! Eitthvað fór smurning greinilega úrskeiðis, en hverju er ekki hægt að redda með glassúr eða kremi? Hah? Síðan hvenær eru krumpukökur verri??Þetta varð auðvitað til þess að ég gat smakkað aðeins á kökunni, múahahahha!!


En svo gerði ég glassúr á kökuna. Ekkert merkilegt og ekki beint eftir uppskrift, svona eins og upprunalega uppskriftin segir til um. Bara dass af smjöri, flórsykri, vanillusykri, smá kanil og mjólk. Þeyta smjör, sykur og kanil saman og þynna með mjólk. Ísí, verí ísí.Hella svo yfir fallegu kökuna:


Svo fallega ljót. Svo dásamlega góð!


P.s Ég gerði kremið í morgun kl 6. Hefði átt að gera það þegar ég var aðeins meira vöknuð, hefði örugglega verið aðeins girnilegra þá. En gott var það!

Upprunalega uppskriftin er hér:
https://docs.google.com/View?id=dc2jd9m8_163hk46h4dz

miðvikudagur, 11. maí 2011

Grill tæm!! Beikonvafðar kjúklingabringur með rjómaosti og grillað hvítlauksbrauð
Oh af hverju líður tíminn svona hratt!! Mánuður síðan ég bloggaði og mér finnst það hafa verið í gær!
Frekar vandræðalegt!

Ég er annars grillsjúk, grilla mikið. Byrja snemma á vorin og hætti seint á haustin (þá tekur huggunarmatur við, allskonar súpur og stjú og slíkt).
Ég grillaði um daginn kjúklingabringur, sem er nú ekkert sérlega merkilegt. Nema hvað þær voru eitthvað svo sérstaklega djúsí. Sérstaklega af því að beikon og döðlur tóku þótt í gamaninu.
Það er bara eitthvað svo heilagt við beikon og döðlur.

Ég tók nú bara mynd af bringunum þegar þær voru tilbúnar. Hefði eiginlega átt að gera alveg session en ég bara var ekki alveg með hugann við efnið.

4 kjúklingabringur
Magurt Ali beikon
Rjómaostur með svörtum pipar
Ferskar döðlur í litlum bitum
Salt&Pipar&Hvítlauksduft
Tannstönglar eða grillpinnar sem legið hafa í bleyti

Þetta er ekki flókið, alveg örugglega ekki mín uppfinning en ótrúlega djúsí.

Hitið grillið alveg upp í amk ca 200°c.

Aðferðin er líka einföld. Tekur bringu og skerð í hana vasa með flugbeittum hníf. Maður verður svolítið að passa sig á því að stinga ekki í gegn því þá fer fyllingin að leka útum allar trissur og grill og það endar bara með veseni.
Allavega. Þegar vasinn hefur verið skorinn, þá er bara ekkert annað en að troða eins miklu magni af döðlum og rjómaosti í hann og hægt er án þess að það gubbist útum allt.
Salta, pipra og hvítlauksdufta eftir smekk (halda nokkurnveginn fyrir opið á meðan og passa að fyllingin fari ekki út). Síðan tekur maður svona 3-4 beikonsneiðar eftir stærð og vefur í kringum bringuna. Reyna að hylja hana eins og hægt er, þó ekkert atriði.
Beikonið festist svona alveg ágætlega, en nú er að festa með tannstönglum sem hafa legið í bleyti (annars kviknar bara í þeim) eða, taka grillpinna og stinga sikksakk í gegnum bringuna og festa beikonið þannig (meira vesen en alveg hægt).

Og nú er trikkið.

Verið búin að hita grillið, það er algert lykilatriði!
Lækkið þó hitann og hafið á ca miðstillingu. Snúið bringunum helst bara einu sinni, annars getur þetta farið til fjandans, fyllingin útum allt og beikonið brunnið!
Kjúklingabringur, fylltar eða ófylltar, er alltaf best að grilla á miðlungshita því það er alveg ómögulegt að hafa brenndar bringur að utan en hráar að innan. Þú veist að hún er tilbúin þegar hún er alveg stinn viðkomu. Þá er líka alveg óþarft að vera að stinga í kjötið. Það er alltaf frekar sjoppulegt hvort eðer!

Með þessu er mjög gott að hafa gott og matarmikið salat og mögulega kannski hvítlauksbrauð (ég hafði ekki brauðið en get alveg ímyndað mér að það sé gott...)

Ég geri hvítlaukbrauð svona:

1 Baguette brauð úr búðinni
100gr stofuheitt smjör
1 heill marinn geiralaus hvítlaukur
1 msk þurrkuð steinselja
smá salt
Rifinn ostur (Gratínostur finnst mér fínn)

Allt nema brauðið sett í skál og hrært saman. Brauðið skorið niður og klofið og vel af smjörinu smurt á. Osturinn settur yfir (magn eftir smekk).
Annað hvort er hægt að setja þetta inn í ofn á ca 200°c. og fylgst með, tilbúið þegar osturinn er gylltur og brauðið krispí.
Eða...
...sett á grillbakka og grillað á opnu grilli, lokað svo aðeins til þess að osturinn bráðni vel. Passa verður þó vel að brauðið brenni ekki.

Sósa er óþörf með, að mínu mati amk. Rjómaosturinn bráðnar og er svona eiginleg sósa.

Svo er þessi unaðs hunangsmjöður víst agalega góður með. Svo segir amk húsbóndinn!