Velkomin í eldhúsið mitt!

Velkomin Í Eldhúsið Mitt!

föstudagur, 25. nóvember 2011

Aðventu möffinsÉg er ein af þeim sem á í ástar-haturs sambandi við piparmyntu. Finnst hún ekki passa allstaðar en er mjög hrifin af því að setja piparmyntukrem á súkkulaði kökur. Kannski eitthvað tengt barnæskunni þar sem vinafólk foreldra minna höfðu alltaf slíkar afmæliskökur í afmælum barna sinna og fannst þær alltaf jafn góðar. Eina fjölskyldan sem gerði svoleiðis kökur og þegar ég hugsa um það, þá hef ég ekki fengið slíka köku síðan.

Þessar eru pínu jólalegar, myntuglassúr litaður grænn og silfurkúlur (ætar að sjálfsögðu)
Fyrsti í aðventu á sunnudaginn og ekki úr vegi að starta smá bakstri.

1 pk súkkulaðikökumix (já ég veit, en ég átti það til og langaði að nota það, hinsvegar er mjög gott að nota líka uppskriftina af sykurpúða skúffukökunni hérna af síðunni.
Setti deigið jafnt í 12 köku möffinsbakka og notaði ekki bréf að þessu sinni, spreyjaði formin bara með bökunarspreyi. Bakið í ca 18 mín á 175°c.

Ca 400gr flórsykur
Nýmjólk
1/2 - 1 tsk Piparmyntudropar
1/2 tsk Vanilludropar
Grænn Wilton matarlitur
Rauður Wilton matarlitur
Silfurkúlur til skrauts

Setti flórsykurinn í skál og setti nokkra dropa af mjólk og byrjaði að hræra, magnið af mjólk þarf að vera mjög lítið og setja lítið í einu. Hann á nefnilega að vera mjög þykkur. Setjið vanilludropana saman við og byrjið á hálfri af piparmyntunni, þetta eru frekar sterkir dropar og betra að smakka glassúrinn til. Bætið grænum matarlit út í og hrærið vel. Ég setti agnarögn af rauðum við til að dempa græna litinn. Glassúrinn leit pínu út eins og slý án þess og fannst hann lítið girnilegur þannig ;)
Sikksakkaði einhvernveginn yfir kaldar múffurnar og setti strax silfurkúlurnar yfir.

Mjög svo jólalegar múffur og dásamlegar með Grýlukanil frá Kaffitári :)

þriðjudagur, 22. nóvember 2011

Teriyaki nautakjötsrétturÉg er alveg sérstaklega mikið fyrir allt asískt stir fry, elska hvað þetta er fljótlegt, brakandi grænmeti, bragðgóðar sósur og annað hvort núðlur eða hrísgrjón með.
Oftast nota ég kjúkling en í kvöld var ég með nautakjöt. Og vá, þetta var sérstaklega gott svo ég pósta uppskriftinni að sjálfsögðu.
Hinsvegar, eins og í gær, þá tók ég ekki myndir. Fann reyndar mynd sem líkist útkomunni.

500gr Ungnauta snitsel skorið í strimla
1 tsk Kókosolía
1 gul paprika
Hálfur rauðlaukur skorinn í þunna báta
2 gulrætur í sneiðum
10cm blaðlaukur í sneiðum
Brokkoli - nokkur lítil blóm
3 cm bútur af engifer smátt söxuðu
3 hvítlauksrif söxuð
1 dós baby maís
Hálf flaska Teriyaki sósa frá La Choy
Nokkrir vænir slurkar soja sósa eftir smekk (notaði kikkoman, finnst hún best)

Hitið pönnuna snarpheita og setjið kókosolíuna út á. Snöggsteikið nautakjötið og þegar það er brúnað, bætið þá grænmeti út á pönnuna. Steikið áfram í smástund og bætið þá sósum út á pönnuna.
Passið að steikja ekki réttinn lengi, best er að hafa grænmetið krispí og nautakjötið að sjálfsögðu ekki ofeldað.

Mæli með því að hafa annað hvort hrísgrjón með eða núðlur en ef þið veljið hrísgrjón þá er best að hafa þau alveg tilbúin þegar byrjað er á réttinum. Hann er svo súper fljótlegur!

mánudagur, 21. nóvember 2011

Grísk ættaður ofnfiskur

Vá, er virkilega svona langt síðan ég hef sett eitthvað hingað inn? Maður minn, algerlega til háborinnar skammar! Og ég sem hef gert alveg helling síðan!
Bretta upp ermarnar takk. Set inn kvöldmatinn í kvöld sem reyndist vera hinn ágætasti fiskréttur sem ég "fattaði uppá".

Gleymdi hinsvegar algerlega að taka myndir en þið notið bara ímyndunaraflið í þetta sinn right?

Ca. 600gr beinlaus og roðflett ýsa skorin í bita
Ólífuolía
1 dós niðursoðnir Hunt's tómatar með kryddjurtum
70gr tómatpúrra (eða lítil dós)
1 stór rauðlaukur
3 gulrætur í sneiðum
3-4 hvítlauksgeirar
ca 14 svartar ólífur skornar í sneiðar
Hálf krukka fetaostur í olíu en olían skoluð af að mestu.
Rifinn ostur (má sleppa)
Maldon salt, nýmalaður pipar, oregano, mynta og basilika

Smyrjið ofnfast mót með ólífuolíu og leggið fiskinn í fatið.
Setjið saman í skál, tómatana, púrruna, hvítlaukinn, ólífur og fetaostinn og hrærið saman.
Hellið yfir fiskinn og bætið þar ofan á gulrótum og rauðlauk, hrærið aðeins í.
Kryddið vel og setjið ostinn ofan á.
Bakið í ofni á 180°c í 25 mín, grillið síðustu 5 mínúturnar.

Berið fram með ofnbökuðum timian kartöflum og fersku salati.sunnudagur, 18. september 2011

Sunnudagsþynnku dekur fyrir eiginmenn


Ég dekra stundum við eiginmanninn, og sérstaklega er það vel þegið á sunnudegi þegar nokkrum bjórum var skolað niður kvöldið áður.

Hér er Sunnudagsbrönsinn (bleiku kökurnar eftirréttur, en þær voru samt meira fyrir mig ;))

Kartöflubátar
Beikon steikt í ofni
Bakaðar baunir
Eggjahræra með Chili, grænni papriku, nóg af sveppum, gratínosti, Herbamare og svörtum pipar
Bratwurst pylsur frá Pylsumeistaranum og nóg af ristuðu brauði.
Appelsínusafi er víst algert möst með þessu en ég læt hann ekki inn fyrir mínar varir.

Já þetta er sko svona sunnudagur!

Bleikar sunnudags Cupcakes með Maple smjörkremi


Það er allt svo yndislega sunnudags og kósí við þessar kökur.
Skítaveður úti og barn sem vaknar kl 6:00, þá er bara lítið annað að gera en að koma sér í huggulegheitagírinn og baka nokkrar Cupcakes (Mér er skelfilega illa við Bollakökunafnið en það er bara ég).
Kakan er súkkulaði og kremið er smjörkrem með maple sýrópi. Klassískt og gott.

Kökurnar eru þessar:

1 bolli hveiti
3/4 b. sykur
1/4 b. kakó
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1 tsk lyftiduft
1 stórt egg
1/2 b. súrmjólk eða AB mjólk
1/3 b. matarolía (alls ekki ólífuolía)
1 tsk vanilludropar
1/2 b. sjóðandi vatn.

Þetta er hálf skúffuköku/súkkulaðiköku uppskrift sem ég nota mjög oft og hentar í allskonar.

Öllu nema vatninu skellt í skál og hrært aðeins saman, svo er vatnið sett við og klárað að hræra í dásamlegt deig. Mikilvægt svo eggin sjóði ekki með heita vatninu.
Setjið pappírsform ofan í muffinsbakka og fyllið formin að einum þriðja.
Bakið við 175°c í ca 10-12 mín, fer eftir ofnum auðvitað.

Kremið.
100gr mjúkt smjör
350gr flórsykur, jafnvel meira.
1 tsk vanilludropar
2-3 msk maple sýróp
Bleikur matarlitur

Setjið smjör í skál og þeytið aðeins með þeytara, setjið flórsykur og vanilludropa út í smjörið og þeytið saman, að síðustu fer sýrópið út í. Þeytið kremið vel, og þegar ykkur finnst það vera tilbúið. Þeytið þá samt aðeins lengur. Bætið lit við að síðustu og þeytið þá enn meira. Þeyta er gott.

Setjið kremið í sprautupoka og sprautið á kaldar kökurnar, setjið sprinkles strax yfir svo það festist í kreminu, mér finnst best að sprauta á svona 4 stk, og setja þá yfir og halda svo áfram. Pirrandi þegar skrautið hrynur af!

Gleðilegan sunnudag!

sunnudagur, 28. ágúst 2011

Killer brauðréttur með skinku, pepperoni og beikoni

Á afmæli í dag og bauð til mín fjölskyldu og vinum í kaffi og meððí.

Gerði brauðrétti sem voru alveg svona sérstaklega ágætir, blanda af nokkrum og bara sem mér þykir gott blandað í form.

Þetta nægir í 2 eldföst mót.

1 fínt samlokubrauð, rifið með skorpunni. (skildi kannski svona 2-3 sneiðar eftir en mega svosem alveg fara með.
250gr brauðskinka
1 pk beikon
1 pk pepperoni
1 græn paprika
1 rauð paprika
1 sveppabox
1 dós ananas í bitum
500ml matreiðslurjómi
1 dós beikonsmurostur
1 pepperoni ostur
Smá aromat og 1/2 teningur grænmetiskraftur
2 pk gratínostur
Þurrkuð steinselja


Reif brauðið og deildi því í tvö mót. Steikti beikonið í ofninum þangað til það varð krispí og fínt. Tók það út og lét kólna.
Saxaði skinkuna og beikonið og dreifði yfir brauðið.
Saxaði pepperoníið og grænmetið og steikti á pönnu.
Skar pepperoni ostinn í bita og settí pott ásamt matreiðslurjómanum, beikonostinum og kryddi. Hitaði þar til þetta var orðið allt bráðið saman.

Skipti pönnumixinu á milli formanna og dreifið ananasnum yfir annað formið. Kryddaði ostinn með smá steinselju á ananasforminu til að skilja það að.
Bakað í ofni á 180°c, þangað til osturinn er gullinn.

Þetta þótti agalega gott, og gott að geyma kannski uppskriftina því maður man svona aldrei!
Skipti svo sósunni á milli formanna líka og setti ostinn yfir. Stráði

föstudagur, 8. júlí 2011

Sumarpása

Æ, tók ákvörðun um að slappa af með bloggið í sumar, er voða mikið á flandri með einfalda og óspennandi eldamennsku.

Salöt, grill, grill og grill. Ásamt bráðhollum borgurum, allrahanda pylsum, kartöflum, ristabrauðum, útilegukexi, kjúkling og Svala.
Eins og ég segi, afar spennandi og hollt. Haustið verður töluvert skárra og meira spennandi og lofa að koma með eitthvað djúsí þegar nær dregur september!

Haldið áfram að eiga gleðilegt sumar!

laugardagur, 21. maí 2011

Asísk kjúklingaspjót í sesam kryddlegiÉg alveg hreint eeeelska svona grilluð kjúklingaspjót. Gæti borðað grillaðan kjúkling í öll mál!
Þessi kryddlögur er ansi hreint auðveldur og þægilegur og þarf ekki langan tíma að marínera.

Það sem í hann fer er:

1 dl Teriyaki sósa
2 msk góð sojasósa
2 msk hunang
1 tsk sítrónusafi
6 hvítlauksrif
1 msk sesamfræ
1/2 msk þurrkað engifer eða 2 sm bútur af ferskum

3-4 kjúklingabringur skornar á ská eftir því hvernig bringan "liggur".

Í miðlungs stóra skál sem hægt er að loka (eða ekki, matarplast er sniðug uppfinning) eru öll hráefnin í marinerínguna sett. Hvítlaukurinn og engiferið raspað (ef notað er ferskt) út í vökvann og hrært vel.


Skerið kjúklinabringurnar í strimla og setjið út í löginn, látið marínerast í svona 30 - 45 mínútur.


Á meðan er alveg nauðsynlegt að leggja spjótin í bleyti ef þið notið ekki stálspjót. Það kviknar síður í þeim ef það er gert. (Fékk þessi frábæru þykku og flottu spjót í Olís, fást líka í Ellingsen!)


Að þeim tíma loknum, þræðið kjúklinginn upp á spjótin.


Hitið grillið í góðar 15 mín áður en kjúklingurinn er settur á og gangið úr skugga um að grillið sé hreint. Mæli einnig með því að pensla olíu á grindina áður en spjótin eru lögð á. Ef hitamælir er á grillinu þá er gott að það hafi náð ca 200°c hita.

Leggið spjótin á heita grindina og grillið í nokkrar mínútur á hverri hlið. Passið upp á að minnka hitann niður í miðlungs.

Þarna gleymdi ég mér í græðgi og hætti að taka myndir! Svona líta spjótin út köld s.s... (mæli 100% með þeim köldum í nesti daginn eftir. Dásamleg!)Með þessu er hægt að hafa allskonar allskonar en ég var með salat, Veislusalat, rauð vínber, gul paprika, rauðlaukur, agúrka og fetaostur. Smá Ceasar dressing og Teriyaki sósa með. Raspaði yfir salatið helling af parmesan (smá ítalskt - asískt fjúsjón í gangi) og var með hvítlauksbrauð.

mánudagur, 16. maí 2011

Kryddkaka með leyni hráefni!

Guðminngóður og allir hans lofsyngjandi kökufitubollu englar!

Ég er fundið kökuna. Hina einu sönnu mjúku dásamlegu kryddköku. Fullkomin. Mjúk, flöffí, gott kryddbragð. Ójá.
Ég rakst á þessa uppskrift á matarbloggi sem ég renni stundum yfir. Ég ætla sko ekki að eigna mér þessa uppskrift, dettur það bara ekki til hugar, meira að segja var ég alveg á nippinu með að þora að baka hana.
Ég er alveg fyrir það að prufa skrýtin innihaldsefni í kökur og mat. Æ þið vitið, "Haaaa, er ÞETTA í kökunni/matnum??" en þetta var á nippinu með að vera of furðulegt.
Í kökunni, þessari unaðsmjúku kryddbombu er nefnilega Campells tómatsúpa í dós. Jess, jú hörd mí!
Tómatsúpa!!

Mér leist ekkert á blikuna þegar ég var búin að hræra súpunni út í deigið, fagurbleikt deigið var á jaðri þess að vera of spes.

En ég byrjaði á því að setja saman þurrefninÞví næst fóru þessi blautu og þessi fagurrauða tómatsúpa. Finnst dósin svo falleg!


Hrærði þessu bara frekar varlega saman og setti í fallega sílíkon rósaformið mitt:Eftir ca. 43 mín í mínum ofni (misjafn eftir ofnum), kom þessi fagra kaka út. Maður minn hvað ég elska að taka kökur útúr brennheitum ofninum!


En.. nú var formið ekki minn kærasti kæri vinur og skemmdi kökuna mína! Eitthvað fór smurning greinilega úrskeiðis, en hverju er ekki hægt að redda með glassúr eða kremi? Hah? Síðan hvenær eru krumpukökur verri??Þetta varð auðvitað til þess að ég gat smakkað aðeins á kökunni, múahahahha!!


En svo gerði ég glassúr á kökuna. Ekkert merkilegt og ekki beint eftir uppskrift, svona eins og upprunalega uppskriftin segir til um. Bara dass af smjöri, flórsykri, vanillusykri, smá kanil og mjólk. Þeyta smjör, sykur og kanil saman og þynna með mjólk. Ísí, verí ísí.Hella svo yfir fallegu kökuna:


Svo fallega ljót. Svo dásamlega góð!


P.s Ég gerði kremið í morgun kl 6. Hefði átt að gera það þegar ég var aðeins meira vöknuð, hefði örugglega verið aðeins girnilegra þá. En gott var það!

Upprunalega uppskriftin er hér:
https://docs.google.com/View?id=dc2jd9m8_163hk46h4dz

miðvikudagur, 11. maí 2011

Grill tæm!! Beikonvafðar kjúklingabringur með rjómaosti og grillað hvítlauksbrauð
Oh af hverju líður tíminn svona hratt!! Mánuður síðan ég bloggaði og mér finnst það hafa verið í gær!
Frekar vandræðalegt!

Ég er annars grillsjúk, grilla mikið. Byrja snemma á vorin og hætti seint á haustin (þá tekur huggunarmatur við, allskonar súpur og stjú og slíkt).
Ég grillaði um daginn kjúklingabringur, sem er nú ekkert sérlega merkilegt. Nema hvað þær voru eitthvað svo sérstaklega djúsí. Sérstaklega af því að beikon og döðlur tóku þótt í gamaninu.
Það er bara eitthvað svo heilagt við beikon og döðlur.

Ég tók nú bara mynd af bringunum þegar þær voru tilbúnar. Hefði eiginlega átt að gera alveg session en ég bara var ekki alveg með hugann við efnið.

4 kjúklingabringur
Magurt Ali beikon
Rjómaostur með svörtum pipar
Ferskar döðlur í litlum bitum
Salt&Pipar&Hvítlauksduft
Tannstönglar eða grillpinnar sem legið hafa í bleyti

Þetta er ekki flókið, alveg örugglega ekki mín uppfinning en ótrúlega djúsí.

Hitið grillið alveg upp í amk ca 200°c.

Aðferðin er líka einföld. Tekur bringu og skerð í hana vasa með flugbeittum hníf. Maður verður svolítið að passa sig á því að stinga ekki í gegn því þá fer fyllingin að leka útum allar trissur og grill og það endar bara með veseni.
Allavega. Þegar vasinn hefur verið skorinn, þá er bara ekkert annað en að troða eins miklu magni af döðlum og rjómaosti í hann og hægt er án þess að það gubbist útum allt.
Salta, pipra og hvítlauksdufta eftir smekk (halda nokkurnveginn fyrir opið á meðan og passa að fyllingin fari ekki út). Síðan tekur maður svona 3-4 beikonsneiðar eftir stærð og vefur í kringum bringuna. Reyna að hylja hana eins og hægt er, þó ekkert atriði.
Beikonið festist svona alveg ágætlega, en nú er að festa með tannstönglum sem hafa legið í bleyti (annars kviknar bara í þeim) eða, taka grillpinna og stinga sikksakk í gegnum bringuna og festa beikonið þannig (meira vesen en alveg hægt).

Og nú er trikkið.

Verið búin að hita grillið, það er algert lykilatriði!
Lækkið þó hitann og hafið á ca miðstillingu. Snúið bringunum helst bara einu sinni, annars getur þetta farið til fjandans, fyllingin útum allt og beikonið brunnið!
Kjúklingabringur, fylltar eða ófylltar, er alltaf best að grilla á miðlungshita því það er alveg ómögulegt að hafa brenndar bringur að utan en hráar að innan. Þú veist að hún er tilbúin þegar hún er alveg stinn viðkomu. Þá er líka alveg óþarft að vera að stinga í kjötið. Það er alltaf frekar sjoppulegt hvort eðer!

Með þessu er mjög gott að hafa gott og matarmikið salat og mögulega kannski hvítlauksbrauð (ég hafði ekki brauðið en get alveg ímyndað mér að það sé gott...)

Ég geri hvítlaukbrauð svona:

1 Baguette brauð úr búðinni
100gr stofuheitt smjör
1 heill marinn geiralaus hvítlaukur
1 msk þurrkuð steinselja
smá salt
Rifinn ostur (Gratínostur finnst mér fínn)

Allt nema brauðið sett í skál og hrært saman. Brauðið skorið niður og klofið og vel af smjörinu smurt á. Osturinn settur yfir (magn eftir smekk).
Annað hvort er hægt að setja þetta inn í ofn á ca 200°c. og fylgst með, tilbúið þegar osturinn er gylltur og brauðið krispí.
Eða...
...sett á grillbakka og grillað á opnu grilli, lokað svo aðeins til þess að osturinn bráðni vel. Passa verður þó vel að brauðið brenni ekki.

Sósa er óþörf með, að mínu mati amk. Rjómaosturinn bráðnar og er svona eiginleg sósa.

Svo er þessi unaðs hunangsmjöður víst agalega góður með. Svo segir amk húsbóndinn!sunnudagur, 10. apríl 2011

Vinningsborgari með heimabökuðum fröllum og engum kokkteil

Ég fékk að smakka hamborgara um daginn. Sem er nú ekkert merkilegt nema fyrir þær sakir að þetta er án efa einn sá besti sem ég hef á ævinni smakkað.
Hann vann keppni Íslandsnauts um besta borgarann (og er vel að þeim titli kominn) og dreymir mig um hann dag og nætur. Eða nokkurnveginn þannig.

Svo er ég búin að vera rosa dugleg í ræktinni, borða voða mikið hollt og gott og hef meira að segja náð þeim merka áfanga að ganga í Stálfélag. Geri aðrir betur! (Fyrir utan hina meðlimi Stálfélagsins auðvitað)
Ég ákvað strax að hafa ekki nammidag heldur fá mér frekar eina "frímáltíð" á viku. Ég er nefnilega ein af ekki svo fáum sem nammidagur gildir frá föstudagskvöldi og fram á sunnudagskvöld. Það eru heil 3 kvöld og 2 dagar. En ekki 1 nammidagur! Obbossí...

Ég ákvað í vikunni að búa mér til þennan gúrmei gúrmei borgara. Ætlaði auðvitað að grilla hann en ef það væri ekki Ofsaveðursstormur 70m.sek með fjúkandi grillum, trampólínum og mótórhjólum þá hefði ég gert það. Notaði bara grillpönnu í staðinn.
Ákvað líka að hafa heimafranskar (hollari og betri), ekkert gos (drekk almennt allavega ekki sykrað gos svo það skipti mig engu) og enginn kokkteill (finnst hún ekki góð).
Einnig finnst mér mjög mikilvægt að kaupa vandað hráefni þegar maður ætlar að gera vel við sig, þetta er enginn subbuborgari nefnilega! Ég er snobbuð þegar kemur að hamborgurum og kaupi þá bara í Kjöthöllinni, langlanglangbestir þar.

Innihald (fyrir 2.)

5 stórar bökunarkartöflur
Smá olía
2 stórir hamborgarar (í þessu tilviki 140gr. og einn 220gr.)
2 stór brauð (verða að vera Kjöthallar, Myllan sökkar í gerð hamborgarabrauða)
Klettasalat
2 (eða 4) sneiðar parmaskinka
1/2 camembert skorinn í þunnar sneiðar
1 geiralaus hvítlaukur saxaður
1/2 rauðlaukur skorinn í þunnar sneiðar
Íslandsnaut Bernessósa
Salt&pipar

Við byrjum á því að skera kartöflurnar í "franskar".

Svona:

Set þær inn í ofn á 200°c. Setti smá olíu á þær en passa að setja bara oggusmá, það er svo mikill vökvi í kartöflunum að ef það er of mikið verða þær bara soggí.

Krydda borgarana vel með pipar og setja smá salt (passa saltmagn kannski þarna, því parmaskinkan er vel sölt sem og bernesinn)


Þeir sem þekkja mig, vita að ég er mikil kjötæta. Þessvegna finnst mér þessi mynd kannski sérstaklega fögur:


Og þetta er hráefnið sem gerir þessa borgara að því sem þeir eru. Hreint unaðslegt!


Mér finnst voða gott að hafa allt þunnt skorið hér, svolítið í anda skinkunnar...


Borgararnir fara á pönnuna, ég vil hafa mína well done.
Þegar það er búið að snúa og stutt í að þeir verði til, setur maður á parmaskinkuna og camembertinn. Í þessu tilviki vorum við gráðug og settum 2 sneiðar af skinkunni. Smá græðgi en djöf.. var það gúrmei! Ath. að ef að þið eruð jafn gráðug og við og notið svona þykka borgara, er mjög mikilvægt að hafa hitann í lægri kantinum því þeir þurfa þá að vera frekar lengi á pönnunni. Ekkert töff við brennda borgara að utan en hráa inní.


Ég er þannig að ég vil ekki hita brauðið í ofninum, finnst ekki gott að hafa "ristaðbrauð" með hamborgara svo ég hita það á pönnu.
Brauðin fara á disk, rosa mikil bernes (eða eftir smekk annars) á hvorn helming. Vel af klettasalati á botninn ásamt miklu af hvítlauk og rauðlauk.


Skellir svo kjötinu ofan á salatið og lokar.

Takið út kartöflurnar (allt í allt eiga þær að vera í ofninum í svona 20 mín. Fer þó eftir ofnum og smekk viðkomandi á kartöflum) Saltið eftir smekk og setjið við hlið borgarans.

Þá er þetta svona:


Og svona...Á eftir að ákveða máltíð fyrir næstu viku en það er fátt sem toppar þessa!
Er frekar eftir mig bara!

Teriyaki lax með sesam, salati og kartöflubátum


Uh já, vegna nokkurra áskorana verð ég að setja inn þessa sára einföldu uppskrift. (Ég stal þessari mynd þar sem ég ætlaði ekkert að taka myndir og setja inn færslu...)

Þetta er svona letimatur, sérstaklega af því að ég ætlaði að hafa brún hrísgrjón með en nennti því ekki, ákvað þess í stað að gleyma kartöflum í ofninum.

Var með ofsalega fallegan lax sem ég keypti í Til sjávar og sveita, sjaldan séð eins fallegan eldislax.. Allavega þá penslaði ég smá olíu í eldfast mót. Lagði laxinn (magn eftir smekk og fjölda manns) í mótið með roðið niður. Setti ansi vel af Teriyaki sósu yfir (notaði einhverja ágætis sósu sem ég fékk í Bónus, skiptir örugglega litlu máli hvaðan hún er, hef líka búið til sjálf Teriyaki sósu og það er lítið mál)
Dreifði þar yfir sesamfræjum, magn óráðið en líklega svona tæpur hálfur dl.
Lét þetta marinerast í svona 30 mín.

Skar svo fullt af kartöflum í báta, setti á bökunarpappír, juðaði smá olíu yfir og svo salt og pipar. Inn í ofn á 190°c.

Þegar kartöflurnar voru búnar að vera í ofninum í ca 10-15 mín þá setti ég laxinn inn.
Nýtti þá tímann í að leggja á borð og gera salat. Salatið einfalt: Romaine og iceberg, rauðlaukur, rauð paprika, agúrka og vel af ristuðum sólblóma og graskersfræjum.

Díng!! 15 mín seinna er maturinn til...

miðvikudagur, 6. apríl 2011

Mexíkóskur grænmetis pottréttur með nýrnabaunum og bankabyggiÉg er búin að vera svona hálflasin síðustu daga, ekkert eitthvað að drepast en nóg til þess að mér finnist það hundleiðinlegt og hósta og gelti viðstöðulaust allar nætur.
Mér skilst að í slíkum aðstæðum sé sérlega gott að borða eitthvað heitt, sterkt og með hvítlauk. Þar sem ég komst ekki út í búð og er hvort eðer að spara (já það er aðhalds apríl, bæði í fjármálum og mataræði) ákvað ég að gramsa í skápunum og sjá hvort ég fyndi ekki eitthvað sem ég gæti sameinað í einhversskonar súpu/pottrétt.

Jú, þar sem ég er eins og bóndakona frá miðri síðustu öld og sanka að mér allskonar mat í skápa fann ég ýmislegt. Ég á nú reyndar alltaf chili og hvítlauk í ísskápnum og nýtti það grænmeti sem ég átti til og fann þetta fína bygg og baunir.

Afraksturinn er dásamlegur, bragðmikill og sjúklega hollur réttur. Þetta er svona soldið vetrar en líka gott við kvefi og bara allskonar.

1 msk kókosolía
2 laukar
2 geiralausir hvítlaukar
2 stórar rauðar paprikur
1 stór grænn chili
1/2 blaðlaukur
1/2 kúrbítur
1 stilkur sellerí
1 dós saxaðir tómatar
1 lítil dós tómatpúrra
2 kjúklingateningar
1 dós nýrnabaunir
1 dl bankabygg
1 tsk hvítlauksduft
2 tsk cumin
salt & pipar
1 l vatn.

Saxið lauk og hvítlauk og mýkið í kókosolíunni (í frekar stórum potti), saxið rest af grænmeti og bætið út í og steikið í smá stund, ca kannski 4 mín. Bætið út í pottinn, vatni, tómötum, púrru, kryddi, teningum, bygginu og baununum.

Þá lítur þetta ca svona út...

Og ef við förum aðeins nær...
Þetta læt ég sjóða við vægan hita í ca 1 klukkutíma, já byggið þarf sinn tíma nefnilega!

Tilbúið komið á diskinn er þetta einhvernveginn svona:

Hvílíkur unaður!!

Svo væri örugglega algerlega gúrmei að skúbba smá sýrðum eða rifnum útá, en þar sem við erum í aðhalds apríl þá sleppum við því í þetta sinn.

Mæli svo með því að vera með hressa aðstoðarkonu, eldhúsverkin verða töluvert skemmtilegri fyrir vikið!Njótið!!

laugardagur, 19. mars 2011

Hafrastykki með hnetusmjöri og möndlum - Þarf ekki að baka!

Er þetta ekki fallegt??


Mér finnast svona óbökuð múslístykki sjúklega góð, ég veit alveg að þau eru hitaeiningarík en þau eru samt ofsalega holl. Stútfull af næringu og dásemd.
Þegar maður kaupir svona, þarf maður að punga út miklu meira en ég tími, því það er ekkert mál að gera svona sjálfur heima.
Ég studdist við uppskrift frá henni Ellu Helgu (sem lumar á alveg frábærum uppskriftum!)

Þessa uppskrift er hægt að breyta og bæta að vild, alveg frábær grunnur!

Í þetta "batch" fór:

1 bolli hafrar (græni Ota)
1/2 b. kókos
1/2 b. sólblómafræ
1/4 b. hveitikím
1/4 b. sesamfræ
1/4 b. saxaðar möndlur með hýði
1/4 b. saxaðar apríkósur
1/4 b. saxaðar döðlur
1/3 b. hunang
1 msk 100% kakó
1 msk smjör
2 msk fínt hnetusmjör frá Sollu


Í litla skál blandaði ég saman höfrum, kókos, sólblóma og sesamfræjum, hveitikími og möndlum. Geymi það til hliðar á meðan ég tek fram skaftpott í stærra lagi, í hann fer þá hunangið, kakó, smjör, hnetusmjör, apríkósur og döðlur. Bræði þetta vel saman, alveg þannig að það fari að bubbla smá og hnetusmjörið er alveg uppleyst við restina.

Þurrefnunum er svo skúbbað út í pottinn og hrært vel í með sleif, best er að gera það smám saman þar sem það verður aðeins eftir af þeim. (Verður of þurrt ef maður setur allt í einu í pottinn, gott að geyma það sem eftir verður í næsta...)

Ég setti því næst bökunarpappír á bretti og mokaði gúmmelaðinu þar ofan á. Byrjaði að þjappa og móta með sleifinni en mastera alveg "plötuna" með því að setja bökunarpappír ofan á og þrýsta vel þar yfir með öðru bretti.
Bíð svo þar til að mesti hitinn er rokinn úr og setti svo brettið inn í ísskáp. Þegar þetta er orðið kalt og stíft sker ég þetta í ca 8-10 bita (svona "bars"(e.) eða eins og sælgætisstangir) og pakka hverri og einni inn í matarfilmu og geymi í ísskápnum. Geymist þó mjög vel við stofuhita.

Finnst voða sniðugt að stinga einni í veskið og grípa í þegar mig vantar skyndiorku. Fátt eins fúlt eins og að vera í aðstæðum þar sem maður verður allt í einu rosa svangur og maður getur ekkert gert í því. Annað enn að teygja sig í veskið og bústa aðeins upp blóðsykurinn...

fimmtudagur, 3. mars 2011

Ég er ekkert hætt sko! Grænmetis-vetrarsúpa

Jiiii, fattaði að það er bara kominn meira en mánuður síðan ég bloggaði nokkuð!

Febrúar fór s.s í að gera lítið spennandi í eldhúsinu. Eða réttara sagt, dót sem ég nennti ekki að taka myndir af og fannst því ekki taka því að pósta hingað inn.
Ég skírði líka stelpuna mína og er nú reyndar að hugsa um að pósta nokkrum tertuuppskriftum.

Ég hef hingað til mest verið að setja inn færslur af uppskriftum sem ég hef sjálf gert og aðlagað og sleppt hinu en hugsa að ég fari að setja meira inn blöndu af eigin og annara.

Í tilefni vetrar þá ætla ég að setja inn uppskrift af súpu, þetta er svona "taka til í ísskápnum súpa" og er því innihaldið ekkert heilagt. Ég geri stóran pott og borða hana í 2 daga og frysti rest í minni ílátum, ef það verður eitthvað eftir þ.e.a.s.

Here it goes:

2 meðalstórir laukar
10 sveppir
1 græn paprika
1 rauð paprika
6 gulrætur
hálf meðalstór sæt kartafla
6 meðalstórar kartöflur
1/2 kúrbítur
sellerístilkur
8 hvítlauksrif
1 dós hakkaðir tómatar
1 lítil dós tómatpúrra
1 ferna tómat passata (tómatsafi, fæst í bónus m.a.)
1 grænmetisteningur
2 kjúklingateningar
vatn
Krydd - Oregano, timian, paprika, smá chili, svartur pipar, smá salt.

Flysja það grænmeti sem við á og sker í ca munnbita stóra bita. Set ólífuolíu í stóran pott, set allt grænmetið út í þegar hún er farin að hitna. Steiki grænmetið í nokkrar mínútur og helli því næst vatninu (læt fljóta vel yfir grænmetið, magn fer eftir potti í rauninni), tómötum, krafti og passata út í pottinn.
Læt suðu koma upp og krydda þá súpuna, þið getið notað þau krydd sem ykkur finnst eiga við hverju sinni og hvaða grænmeti er í pottinum. Ég set yfirleitt nóg og vil að hún rífi pínu í án þess að vera endilega sterk.
Finnst best að leyfa súpunni að malla á lágum hita í ca klst. Þegar hún er tilbúin, tek ég fram töfrasprotann og mauka aðeins súpuna en passa samt að það séu nóg af grænmetisbitum eftir.
Við þetta þykkist hún aðeins og fær fallegri áferð.
Ég endurtek að grænmetismagnið eða tegundir eru ekkert heilagar, um að gera að nota það sem til er og nýta.

Þetta er bara ein besta grænmetissúpa sem til er og er sívinsæl á mínu heimili.

sunnudagur, 30. janúar 2011

Kartöfluklattar - Hash Browns

Þetta er eitt það einfaldasta og ódýrasta sem hægt er að gera. Og alveg sjúklega gott!

400gr kartöflur
1/2 laukur (má jafnvel sleppa)
salt og pipar
1/4 bolli hveiti
1 egg

Afhýðið kartöflurnar og rífið niður á rifjárni, setjið allt saman í skál og blandið saman.


Hitið olíu á pönnu og setjið á pönnuna eins og lummur.


Steikið við miðlungshita í ca.5 mín á hvorri hlið, eða þangað til þeir hafa brúnast vel og eru eldaðir í miðju.


Þetta er hið fínasta meðlæti og passar með mörgu, fínt fyrir svona kartöflusjúka eins og mig. (Elska allt sem inniheldur kartöflur!)

Gratíneraður kjúklingaréttur með beikoni, döðlum og hvítlauk

Ég er mjög hrifin af kjúklingaréttum en ég er hinsvegar hætt að tíma að kaupa sykur og vatnssprautaðar fokdýrar kjúklingabringur.
Miklu frekar kaupi ég heilan kjúkling, sýð hann og plokka af honum kjötið. Mörgum vex það í augum og ég skil það alveg, enda aðeins meiri fyrirhöfn en að skera niður bringur í bita og steikja.
Með því að nota allt kjötið af kjúklingnum fær maður bragðmeira og mýkra kjöt svo ég tali nú ekki um sparnaðinn!

Þetta er mjög einfalt og betra að sjóða kjúklinginn en ofnsteikja ef það á að plokka af honum kjötið, hann verður miklu mýkri og auðveldara að ná af honum kjötinu.

Setjið kjúklinginn í passlega stóran pott og látið kalt fljóta vel yfir hann, setjið slatta af salti í vatnið:


Látið suðuna koma upp, lækkið aðeins hitann og sjóðið í ca. 1 klst.

Soðinn kjúklingur er ekki girnilegur að sjá

Kælið kjúklinginn og plokkið af honum allt nýtanlegt kjöt.


Já frábært! Nú er kjötið komið og þá er restin alveg jafn auðveld.
Þessi réttur er mjög einfaldur og fljótlegur og er tilbrigði við einn besta pastarétt sem ég hef á ævinni smakkað. Fullkomið jafnvægi á milli seltu og sætu (ég er voðalega hrifin af svoleiðis).
Í þennan (ekki svo mjög bráðholla) föstudagsrétt fer:

(Kjöt af einum heilum kjúkling)
150gr spínat
100gr magurt beikon
70gr döðlur
4 stór hvítlauksrif
1 msk oregano þurrkað
3 dl vatn
2 dl matreiðslurjómi
3 msk rjómaostur
1 Knorr kjúklingateningur
1/2 Knorr grænmetisteningur
Rifinn ostur

Skerið beikonið og döðlurnar í litla bita, brúnið beikonið á pönnu. Ef það er mikil fita sem kemur af því, þerrið það þá á pappír þegar það er tilbúið og setjið aftur út á pönnuna.
Merjið hvítlaukinn í pressu og bætið út á pönnuna og steikið aðeins með beikoninu í örskamma stund, setjið þá döðlurnar út í ásamt vatninu, oregano og teningunum.
Látið malla saman svolitla stund.


Á meðan þessi blanda mallar, er fínt að nýta tímann og setja spínatið í botninn á eldföstu móti og strá kjúklingnum þar yfir.


Bætið svo matreiðslurjómanum og rjómaosti út á pönnuna og sjóðið niður sósuna í ca. 5 mín.
Þegar sósan er tilbúin, hellið þá þessari ó svo gúrmei blöndu yfir kjúklinginn, fínt að passa að döðlurnar og beikonið dreifist jafn yfir kjúklinginn.


Setjið því næst rifna ostinn yfir allt saman (magn eftir smekk) og bakið í ofni þar til osturinn er orðinn gylltur og fallegur.


Berið fram með góðu salati og kartöfluklöttum (Hash Browns, birti uppskrift í næstu færslu)miðvikudagur, 26. janúar 2011

Stir-Fry Núðlur með grísakjöti, engifer og ananas

Stundum þegar ég nenni ekki að elda þá elda ég stir-fry rétti, finn það grænmeti sem ég á í ísskápnum og nota þá kjúkling, grísakjöt eða nautakjöt með.
Sósurnar eru allskonar, heimagerðar súrsætar, blanda af ostru og teryaki, soja ofl. Þetta kemur alltaf mjög vel út og er alveg sjúklega einfalt, fljótlegt og ódýrt.

Ég er líka dálítið fyrir skyndibita (skamm ég veit) og svona rétti er alveg hægt að kaupa, en það kostar jafnmikið að gera svona rétt heima og að kaupa skammt fyrir einn. Nei ég lýg, það er ca. helmingi ódýrara að gera þetta heima. Ég kaupi nefnilega sjaldnast skyndibita sem ég get gert betur heima hjá mér. Sumt kaupir maður bara ekki!

Kjötið kostar svona 500kall, grænmetið.. tja kannski 200, sósurnar 100, ananasdósin svona 75kall og núðlurnar svona 50kall. Og þetta er réttur fyrir ca 4. Dugir alveg í tvær máltíðir fyrir okkur hákana.

Gerði þennan í kvöld t.d

450-500gr grísagúllas
Vænn bútur af engifer, smátt saxað
5 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1/2 blaðlaukur
1/2 rauð paprika
1/2 græn paprika
2 gulrætur
1 dós kurlaður ananas
3-4 msk Sojasósa
1 dl Teryaki sósa

Eggjanúðlur - Thai choice eða aðrar

Byrjið á því að hita vatn í potti fyrir núðlurnar

Skerið grænmetið í meðalstóra bita og snöggsteikið á stórri pönnu eða wokpönnu með engiferi og hvítlauk. Takið af pönnunni og geymið á meðan þið brúnið kjötið.
Setjið sósurnar og ananasinn út á kjötið og látið malla í smástund. Bætið því næst grænmetinu út á kjötið. Látið grænmetið malla áfram með kjötinu í ca. 5 mín.
Ég smakka þarna oft til og bæti við sojasósu eða teryaki eftir smekk. Alls ekki vera feimin við að rúnna til magnið, uppgefið magn er bara til viðmiðunar. Ég er nú mesti slumpkokkur sem til er. Er eiginlega að giska bara á hvað fór mikið magn af sósunum út á réttinn...

Nú væri ráð að henda núðlunum út í vatnið, látið sjóða í svona 3-5 mín eftir smekk.
Þegar núðlurnar eru tilbúnar þá er kjötið tilbúið.

Maður skellir svo núðlum eftir smekk í djúpan disk og pönnuréttinn ofan á.

Klikkar aldrei!