Berjahristingur með Engifer

Girnilegur hah??

Sko, ég er ekki í átaki, eða markvisst að reyna að grenna mig. Ónei, en stundum langar mig að fá mér eitthvað sem er aðeins hollara en það sem ég borða vanalega. Ég þarf að hugsa um næringuna og auka neyslu ávaxta og grænmetis því ég er með barn á brjósti og þarf þessvegna eitthvað að endurskoða þau mál.
Ég kíkti í frystinn því mig minnti að ég ætti frosin jarðarber og vissi af nýkeyptum bláberjapoka (sem ég nota í hafragrautinn, pósta um það síðar)
Leit svo í kringum mig í eldhúsinu og endaði með því að skella í þennan exótíska drykk.
Mér að óvörum var hann alveg dúndur góður (ég er með mjólkuróþol og þoli ekki nein skyrbúst sem er alveg eins gott því mér þykja skyrbúst vond!)


Þessi er s.s æðislegur þegar manni langar í eitthvað ferskt, jafnvel hollt, pínulítið sætt...

1/2 dl frosin bláber
6-8 frosin jarðarber (eða fersk ef þú vilt vera fansí)
1/3 grænt epli
1 þroskaður banani
vænn bútur af engifer
1 dl Flórídana heilsusafi (meira ef vill)
smá sletta af sykurlausu hindberjasírópi

Allt sett í blandara og svo svúúúúmmm!!! Ef þið notið fersk jarðarber er örugglega fínt að setja svona 2 klaka með.
Var líka að spá í að prófa næst að setja smá hveitikím útí, það er svo bráðhollt og sniðugt að reyna að troða því inn í mataræðið þar sem maður getur.

Ummæli

Vinsælar færslur